SÍÐASTA STERKAR STELPUR ÁSKORUNIN!

HEFST Á MÁNUDAGINN!

16.VIKUR!

EF LÍKAMSRÆKTARSTÖÐVAR ÞURFA AÐ HAFA LOKAÐ FRAMLENGJUM VIÐ PRÓGRAMMINU!

 

Hvað er innifalið?

MATARÆÐI

Þú velur leið í mataræðinu sem hentar þér, en STST mataræðið er ein af þeim leiðum sem í boði er. Þar reiknar þú út þína orkuþörf og enginn matur er bannaður.

ÆFINGAPRÓGRAMM

Æfingaprógrammið er úthugsað, vikunum er skipt upp í fjögur aðalstig og hver æfing er sérvalin til þess að hámarka árangurinn í ræktinni. Þú æfir í þinni rækt á tíma sem hentar þér!

LOKAÐ SVÆÐI

Innri vefur þar sem þú getur nálgast prógrammið þitt, skoðað myndbönd af æfingum og lært allt um mataræðið. Allt á einum stað!

APP Í FARSÍMA

Ef þú kaupir silfur eða gull aðgang að áskoruninni færðu STERKAR STELPUR appið með. Allar æfingar, bætingar, þjálfarinn og árangurinn í vasanum.

STÓRAR ÆFINGAR

Lögð er mikil áhersla á stórar æfingar eins og hnébeygju, réttstöðulyftur og vinna í því að ná að gera upphífingar. Að bæta sig í þessum stóru æfingum er lykillinn að langtíma árangri.

FACEBOOK GRÚBBAN

Lokaður Facebook hópur þar sem þú getur deilt sigrum, spurt spurninga og kynnst öllum stelpunum í STERKAR STELPUR. Þjálfari svarar spurningum inná grúbbunni.

SAMFÉLAG

Það eru STERKAR STELPUR út um allt land sem að æfa eftir þessu prógrammi. Þú getur alveg örugglega fundið allavega eina STERKA STELPU í þinni líkamsræktarstöð!

VIKULEG VERKEFNI

*NÝTT* Nú verða fjölbreytt vikuleg verkefni sem stuðla að því að ná betri árangri í líkamlegri og andlegri heilsu. Allskonar tengt mataræði, svefni, hreyfingu og fleira sem þú skráir í appið!

MARGT FLEIRA!

Þetta og margt fleira hefur þú til að ná árangri í STERKAR STELPUR á NETINU en nú er þetta í þínum höndum. Ef þú ferð eftir planinu og mataræðinu þá munt ÞÚ ná árangri.

HVAR SKRÁI ÉG MIG?

VERÐLAUN

1.sæti*

100.000 krónur í peningaverðlaun

STERKAR STELPUR á netinu út árið 2021

Mysuprótein, kreatín og STERKAR STELPUR glerflaska

Hreysti  förðun og myndataka í Birta Stúdíó

*Styrktaraðilar og verðlaun geta breyst með litlum fyrirvara en í grunninn verða verðlaunin svipuð eða betri!

2.sæti*

60.000 krónur í peningaverðlaun

STERKAR STELPUR á netinu allt haustið 2021

2 tímar með þjálfara að andvirði 14.000

Mysuprótein og STERKAR STELPUR glerflaska

*Styrktaraðilar og verðlaun geta breyst með litlum fyrirvara en í grunninn verða verðlaunin svipuð eða betri!

3.sæti

40.000 króna peningaverðlaun

STERKAR STELPUR á netinu allt haustið 2021

1 tími með þjálfara að andvirði 7.000

Mysuprótein og STERKAR STELPUR glerflaska

*Styrktaraðilar og verðlaun geta breyst með litlum fyrirvara en í grunninn verða verðlaunin svipuð eða betri!

ÁRANGURSMYNDIR

SVO MÁ SJÁ UMSAGNIR OG FLEIRA EFST Á SÍÐUNNI…

NÆRINGAR- OG LÍFSSTÍLSJÁLFUN

Viltu taka mataræðið í gegn á sama tíma?

Mjög margar af þeim sem hafa sigrað áskoranirnar hafa tekið næringarþjálfunina okkar með á sama tíma og fer þetta tvennt alveg hrikalega vel saman!

Ef þú vilt vita meira um næringar- og lífsstílsjálfunina okkar skaltu skrá emailið þitt hér fyrir neðan!

hvernig virkar þetta?

Greiðsluferlið

Við greiðslu með kreditkorti færðu beint aðgang að innri vefnum undir „Mín síða“ hérna ofar á síðunni.

Við greiðslu með millifærslu getur tekið 1-2 daga að virkja aðganginn þinn. Ef einhver annar millifærir fyrir þig er nauðsynlegt að senda nafn og email á þeim sem skráði sig.

Við greiðsludreifingu virkjast aðgangurinn strax. Það sem þú þarft að gera er að kaupa vöruna og velja að greiða með greiðsludreifingu. Við að versla með greiðsludreifingu skuldbindur þú þig til að greiða allar greiðslurnar og ekki er hægt að hætta við kaup. Þú færð senda fjóra reikninga á einkabankann þinn í gegnum Inkasso, með greiðsludaga 1.mars(eða daginn sem þú kaupir ef það er eftir það), 1.apríl, 1.maí og 1.júní. Eindagi er viku seinna og ef reikningurinn er ekki greiddur leggjast ofan á hann vextir og innheimtukostnaður samkvæmt gjaldskrá Inkasso.

Við greiðsludreifingu leggst 230 króna seðilgjald ofan á hverja greiðslu auk 1000 króna úrvinnslugjalds ofan á síðasta reikning. Heildar auka kostnaður við greiðsludreifingu er því 1.420 krónur.

VERÐIÐ HÆKKAR EFTIR…

 
 

27.febrúar!

Skráning

algengar spurningar

Hvar fer þjálfunin fram?

Þjálfunin fer alfarið fram í gegnum netið og app, þannig að þú æfir á þinni stöð á tíma sem hentar þér!

Hvenær byrjar þetta

Áskorunin byrjar 1.mars!!

Hver þjálfar í Sterkar Stelpur?

Skúli Pálmason, ÍAK einkaþjálfari og B.Sc. í sjúkraþjálfun

Þó svo að Skúli sé löggildur sjúkraþjálfari lítur hann fyrst og fremst á sjálfan sig sem styrktarþjálfara. Allir sem hafa æft hjá honum vita að hann leggur gríðarlega mikla áherslu á rétta tækni í æfingum og að fólk beiti sér rétt.

Hann útskrifaðist sem ÍAK einkaþjálfari 2010 og svo sem sjúkraþjálfari 2013 og hefur verið að þjálfa allskonar fólk núna í 5 ár.

Skúli vinnur sem styrktar- og einkaþjálfari í Reebok Fitness Holtagörðum í fullu starfi. Hann þjálfar eingöngu stelpur á aldrinum 20-45 í STERKAR STELPUR hópeinkaþjálfun.

Þarf ég að eiga kort í líkamsræktarstöð?

Já, þú þarft að hafa aðgang að líkamsræktarstöð eða flottu heimagymmi til að fylgja STERKAR STELPUR prógramminu. Ef þú kemst ekki í ræktina eða henni verður lokað vegna COVID er innifalið 12 vikna heimaprógramm!

Hvað taka æfingarnar langan tíma?

Æfingarnar eru yfirleitt rúmlega klukkutími en geta verið lengri eða styttri eftir því hversu mikið þú hvílir og hversu vel undirbúin þú ert.

Ég hef enga reynslu af lyftingum, get ég verið með?

Þú getur verið með en prógrammið er mjög krefjandi og æskilegt er að hafa einhverja reynslu af lyftingum áður en þú tekur þátt. Styrktarþjálfun 101 prógrammið okkar er frábær grunnur fyrir áskorunina og mælum við klárlega með því að taka það fyrst. Ef þú ert með litla reynslu en vilt samt vera með skaltu bóka nokkra tíma með einkaþjálfara til að fara yfir tæknina í þessum helstu æfingum. Það margborgar sig.

Hversu oft í viku þarf ég að æfa?

Þú getur valið að lyfta annað hvort 3x í viku eða 4x í viku. Hina dagana getur þú gert þolþjálfun eða stundað aðra hreyfingu ef þú vilt.

Er eitthvað hægt að skipta niður greiðslunum?

Já, það er lítið mál. Það er farið ítarlega í hvernig það er gert hérna ofar á síðunni.

Ég er með hamlandi meiðsli, get ég verið með?

Ef þú kaupir Gullpakkann færðu prógrammið sérsniðið að þinni getu. Gullpakkinn er eina leiðin til að vera með ef þú átt við hamlandi meiðsli að stríða.

Get ég hámarkað vöðvauppbyggingu?

Já, þetta prógramm byggir upp vöðva, og þá þarft þú bara að sjá um að borða nóg af mat.

Hvað á ég að gera þangað til næsta byrjar?

Ég mæli sterklega með því að taka Styrktarþjálfun 101, jafnvel þó þú sért ekki byrjandi er það krefjandi prógramm sem undirbýr þig virkilega vel fyrir átökin í næstu áskorun.

Hvað er lagt áherslu á í þjálfuninni?

Lögð er mikil áhersla á að styrkjast í þessum stóru æfingum eins og hnébeygju, réttstöðulyftu og pressum. Þú getur líka unnið í að geta gert upphífingar ef það er markmið hjá þér. Lykillinn að árangri í ræktinni er að bæta alltaf smám saman við styrkinn í þessum helstu æfingum.

Ég var mikið í íþróttum, verður þetta ekki of auðvelt?

Nei alls ekki. Þetta prógramm er MJÖG krefjandi, og stundum hafa stelpurnar átt erfitt með að ganga eftir æfingar. Believe you me, þetta verður aldrei easy.

Fæ ég eitthvað aðhald í mataræði?

Ekki beint frá þjálfara, en þú getur fengið aðstoð í grúbbunni frá hinum stelpunum og frá þjálfara ef það er eitthvað sem þú vilt spyrja hann sérstaklega að. Ef þú vilt fá aðhald í mataræðinu er innifalið eitt ár í ProCoach næringarþjálfun ÚT ÁRIÐ í Gullpakkanum.

Er matarprógramm innifalið?

Nei, það hefur margsýnt sig að fyrirfram ákveðin matarprógrömm virka afar illa fyrir flesta til lengri tíma séð. Þess vegna geri ég aldrei matarplön. Þú færð hinsvegar allar upplýsingar sem þú þarft til að setja saman þitt eigið matarprógramm sem hentar þér og þínum líkama, markmiðum og smekk.

Er ekki hægt að kaupa stakan mánuð til að prófa?

Nei, því miður er planið sett þannig upp á stigvaxandi hátt og úthugsað sem fjögurra mánaða plan. Ég vil helst bara taka við konum í þjálfun sem er full alvara með að breyta um lífsstíl. Þetta er ekki mánaðar „átak“ og því er ekki hægt að kaupa stakan mánuð.

Áður hef ég boðið upp á prufupakka nokkrum dögum áður en áskorunin byrjar en ég er hættur því þar sem hugarfarið hjá þeim sem kaupa þannig pakka er yfirleitt ekki nógu gott til að vera „all in“ í áskoruninni og oft byrja þær jafnvel ekki á prógramminu.

Hvernig virkar keppnin?

Það er enginn einn þáttur sem skiptir mestu máli í hver sigrar áskorunina heldur samspil af mörgum þáttum. Fyrir/eftir myndir spila stórt hlutverk ásamt styrktaraukningu, markmiðasetningu og virkni inni á lokuðu fb grúbbunni. Auk þess getur hjálpað að pósta myndum á Instagram og margt fleira.

Fyrir/eftir myndir af sigurvegurum verða birtar í lokaðri fb grúbbu fyrir konur og á vefsíðu Styrktarklúbbsins(höfuðið klippt út).

hafðu samband

    Nafn (Nauðsynlegt)

    Email (Nauðsynlegt)

    Efni

    Skilaboð