þjálfun og fræðsla fyrir konur á meðgöngu og eftir fæðingu

sterkar mömmur

[embedyt] https://www.youtube.com/watch?v=echQXuatC4k[/embedyt]

Styrktarklúbburinn býður nú upp á STERKAR MÖMMUR fyrir allar konur sem vilja fá góða fræðslu og þjálfun á meðan meðgöngu stendur og eftir barnsburð.

Það er ágætis framboð af mömmutímum og námskeiðum á höfuðborgarsvæðinu en þangað til núna hefur vantað fræðslu og þjálfun kvenna eftir fæðingu og sérstaklega á meðgöngu fyrir þær konur sem komast kannski ekki í mömmutíma. Fræðsla og æfingar hannaðar af tveimur sjúkraþjálfurum og foreldrum.
Skráning

 

skráning hefst eftir…

 
 

STYRKTARÆFINGAR HJÁLPA ÞÉR FYRIR OG EFTIR FÆÐINGU

Það hefur alveg vantað þjálfun og fræðslu fyrir konur, sérstaklega á meðan meðgöngu stendur. Loksins er það í boði hjá Styrktarklúbbnum.

Þú lærir allt sem þú þarft að vita um líkamsrækt á meðgöngu, hvaða æfingar þú ættir að gera og hverju þú ættir að sleppa.

Þú lærir æfingar sem koma til með að hjálpa þér í fæðingunni, æfingar sem styrkja grindarbotninn til að auðvelda fæðinguna ásamt því að þú ert fljótari að jafna þig og komast af stað eftir barnsburð.

Þú færð æfingaprógramm til að fylgja bæði heima og í þinni líkamsræktarstöð, ásamt fullt af fræðslu varðandi grindarbotnsæfingar, mataræði og fleira.

hérna er það sem þú færð þegar þú skráir þig

STERKAR MÖMMUR NÁMSKEIÐIÐ KENNIR ÞÉR ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA UM ÞJÁLFUN Á OG EFTIR MEÐGÖNGU:

 • Fræðsla um æfingar sem ber að varast að gera á meðgöngu
 • Fræðsla um grindarbotns æfingar sem gott er að gera á og eftir meðgöngu
 • Æfingaprógramm til að fylgja fyrstu 2-3 mánuði eftir barnsburð. Bæði heima og ræktarprógramm
 • Myndbönd af öllum æfingum
 • Góð ráð í mataræði á og eftir meðgöngu
 • Aðgangur að lokaðri Facebook grúbbu með öðrum konum í prógramminu
 • Fullur aðgangur að þjálfurum í Facebook grúbbu eða í gegnum email
 • Innri vefur hérna á Styrktarklúbbnum – allt á einum stað!

Hittu þjálfarana!

Herdís og Skúli sjá um STERKAR MÖMMUR í sameiningu

Herdís Kjartansdóttir
Aðalþjálfari STERKAR MÖMMUR

Herdís útskrifast sem sjúkraþjálfari vorið 2014 eftir að hafa skrifað lokaverkefni um þjálfun kvenna á meðgöngu. Hún starfar sem sjúkraþjálfari í Styrk ásamt því að kenna hóptíma í Hreyfingu. Hún hefur farið á námskeið erlendis í þjálfun grindarbotnsvöðva og lauk nýverið PPCC réttindum(Pre- & Postnatal Coaching Certification). Herdís á eina litla stelpu, Rakel Dögg.

Skúli Pálmason
Vefumsjón og aðstoðarþjálfari

Skúli útskrifast sem ÍAK einkaþjálfari 2010 og sjúkraþjálfari vorið 2013 og stofnaði í framhaldinu Styrktarklúbbinn og STERKAR STELPUR hópa og netþjálfunina. Í dag hafa hundruðir kvenna nýtt sér þjónustu Styrktarklúbbsins, bæði í gegnum netið og eigin persónu. Skúli lauk nýverið PPCC réttindum(Pre- & Postnatal Coaching Certification) og á Óðinn litla.

algengar spurningar

Ég er nýorðin ólétt, græði ég eitthvað á að kaupa þetta strax?

Já algjörlega! Því fyrr sem þú byrjar að gera t.d. grindarbotnsæfingar því betra.

Rennur aðgangurinn minn út?

Nei, aðgangurinn rennur ekki út og því getur þú nýtt þér upplýsingarnar þegar þér hentar.

sendu okkur línu

  Nafn (Nauðsynlegt)

  Email (Nauðsynlegt)

  Efni

  Skilaboð