8 vikna næringarþjálfun byrjar 25.janúar
Í þessum pakka eru 8 vikur þar sem þú færð nýjan ávana til að vinna með á 2 vikna fresti og dagleg verkefni. Farið verður í það sem mestu skiptir í góðu mataræði; prótein, kolvetni og fitu ásamt grænmti. Fyrstu fjóru ávanarnir á myndinni hér fyrir neðan. Skúli þjálfari verður þér til handar allan tímann og veitir þér hvatningu og stuðning þegar á þarf að halda. Hugbúnaðurinn sjálfur og upplýsingar eru á ensku þannig að þú þarft að vera nokkuð fær í ensku, en þú getur svarað öllum spurningum á íslensku og spurt Skúla ef þú átt í vandræðum með að skilja eitthvað. Ef þú ákveður svo að halda áfram að 8 vikum liðnum verður það að sjálfsögðu í boði! Í þessum pakka verða allar með sömu ávanana í jafn langan tíma en þær sem halda svo áfram og taka restina af ávönunum fá meiri stjórn á prógramminu, þær geta t.d. lengt eða stytt ávana eða endurraðað eða jafnvel sleppt ávönum sem þær eru með á hreinu. Psssst…. ef þú skráir þig á VIP póstlistann okkar færðu afsláttarkóða sem gefur þér 20% af verðinu, en þú getur skráð þig á hann hér.