SÍÐASTA ÁSKORUNIN

  60.000kr.

  SÍÐASTA 16 vikna STERKAR STELPUR áskorunin!

  Nú hefur STERKAR STELPUR áskorunin hjálpað hundruðum kvenna að verða sterkari og heilbrigðari ásamt því að bæta sjálfstraust, útlit og heilsu. En nú er kominn tími á breytingar sem kynntar verða síðar og því verður þetta SÍÐASTA 16 vikna STERKAR STELPUR áskorunin!

  Nú eru komnar töluverðar tilslakanir, flestar líkamsræktarstöðvar opnar án mikilla takmarkana og ástandið í þjóðfélaginu er gott. Þess vegna ætlum við að kýla á þetta á mánudaginn!

  Við ætlum samt að hafa þetta þannig að ef að líkamsræktarstöðvum er gert að loka aftur í vor mun áskorunin framlengjast sem nemur sama tíma og lokanirnar.

  Nú er appið orðið ENNÞÁ betra og verður boðið upp á ávanaþjálfun þar sem þú gerir daglega ávana sem hjálpa þér að öðlast betri heilsu og líðan og merkir við hvort þú gerir ávanann eða ekki. Þetta hjálpar þér að gera jákvæðar breytingar á einfaldan hátt.

  Ef að Covid poppar upp aftur og fer að hindra þig í að komast í ræktina getur þú alltaf gripið í tvö mismunandi heimaprógrömm, annað með eigin líkamsþyngd og hitt með 2-3 teygjum þangað til opnar aftur 💪

  Ef þú ert í einhverjum vafa með gæðin á þjálfuninni getur þú skoðað tugi umsagna og árangursmynda hér.

  Glæsileg verðlaun fyrir besta árangurinn…

  Ekki hika – skráðu þig strax í dag!