Ákvað að skrá mig í áskorunina sterkar stelpur á netinu sem ég sá auglýsta þó svo ég væri komin yfir tiltekin aldursmörk☺ Ég er 43 ára og búin að vera í ræktinni non stop síðan 2011, missa tæp 30 kg og sl 1-2 ár verið að styrkja mig. Það sem mér fannst best við þetta prógramm var uppsetningin, ég las programmið yfir og hugsaði „þetta er létt“ svo fór maður af stað og þetta var bara drulluerfitt en fáránlega skemmtilegt. Ég hafði alveg verið að dedda og squtta en sat alltaf voða föst í sömu þyngdum og ekki með spes tækni en í þessu var maður hvattur til að pæla í tækni svo ég byrjaði frá grunni með tæknina og lærði helling og er farin að lyfta nokkuð mörgum tugum af kg en ég gerði!! Mæli með þessum Skúla hann er alveg gaur sem veit hvað hann er að gera og hinar stelpurnar/konurnar í þessu voru endalaus hvatning. Stundum er sagt að konur séu konum verstar en mín reynsla af þessum snillingum var Konur eru konum bestar. Takk öll fyrir skemmtilegan tíma