Umsagnir

Ákvað að skrá mig í áskorunina sterkar stelpur á netinu sem ég sá auglýsta þó svo ég væri komin yfir tiltekin aldursmörk Ég er 43 ára og búin að vera í ræktinni non stop síðan 2011, missa tæp 30 kg og sl 1-2 ár verið að styrkja mig. Það sem mér fannst best við þetta prógramm var uppsetningin, ég las programmið yfir og hugsaði „þetta er létt“ svo fór maður af stað og þetta var bara drulluerfitt en fáránlega skemmtilegt. Ég hafði alveg verið að dedda og squtta en sat alltaf voða föst í sömu þyngdum og ekki með spes tækni en í þessu var maður hvattur til að pæla í tækni svo ég byrjaði frá grunni með tæknina og lærði helling og er farin að lyfta nokkuð mörgum tugum af kg en ég gerði!! Mæli með þessum Skúla hann er alveg gaur sem veit hvað hann er að gera og hinar stelpurnar/konurnar í þessu voru endalaus hvatning. Stundum er sagt að konur séu konum verstar en mín reynsla af þessum snillingum var Konur eru konum bestar. Takk öll fyrir skemmtilegan tíma

-Erna Hauksdóttir

Virkilega flott prógram og fagmannlega unnið! Æfingar vel útskýrðar og gott að vita að þarna er maður sem veit hvað hann er að gera en ekki bara einhver gutti sem er búinn að hanga brjálæðislega mikið í ræktinni 😉 . Ég heltist því miður úr lestinni en þegar ég var sem duglegust fannst mér ótrúlega gott að vera undirbúin með flott æfingaplan í staðinn fyrir að ráfa um tækjasalinn og horfa bara á hina taka á því án þess að hafa glóru hvað ég ætti sjálf að gera.
Mæli klárlega með þessu!

-Eydís Huld Helgadóttir

Ég hef verið lengi að lyfta í ræktinni og verið hjá Skúla í allskonar áskorunum og einnig í fjarþjálfun. Hans æfingar eru skemmtilegar fjölbreyttar og ég fæ aldrei leið á þeim. Mæli hiklaust með styrktarklúbbnum fyrir allar konur hvort sem þær eru byrjendur eða ekki. Það er honum að þakka að ég get gert upphýfingu án teygju. Allar æfingarnar eru settar skýrt fram og æðislegt að hafa aðgang að æfingarbankanum þannig að ég get stúderað æfingarnar áður en ég fer í ræktina. Takk kærlega fyrir mig.

-Erna Óladóttir

Þessi àskorun var snilld og að kynnast tækjasalnum og möguleikunum à þennan hàtt var æði og ég tali nù ekki um að finna styrkinn aukast og að finna að þetta er eitthvað sem ég GET. Ég er Sterk Stelpa og ætla halda þvì àfram. Mæli 150% með styrktarklùbbnum.
Takk Skùli.

-Sigríður María Skúladóttir

Ég sá auglýsingu á fb um að Skúli ætlaði að gefa 12 vikur af æfingar og matarprógrammi og hugsaði með mér að það væri hreinlega ekki hægt að sleppa þessu! Ég allavega sló til og sé svo sannarlega ekki eftir því í dag. Núna þekki ég æfingatækin og er óhrædd við að prófa mig áfram í þyngdum, ekkert mál að mæta ein í ræktina ef svo ber undir og þol og þrek allt orðið margfalt betra að ég tali nú ekki um útlitið! Skúli er snillingur í sínu fagi og hefur ástríðu fyrir vinnunni sinni og stelpunum sínum..hjartans þakkir fyrir mig, fyrir að koma mér af stað í að vinna í sjálfri mér og fyrir flott prógram og utanumhald.

-Sandra Pétursdóttir

Ég hef aldrei séð jafn mikinn árangur áður á nokkurskonar prógrammi. Þetta voru dásamlegar 12 vikur á plani Skúla sem björguðu mér algjörlega bæði í peppi frá öllum aðilum sem og frábærar æfingar sem gerði það að verkum að mig langaði að fara í ræktina því það var gaman! Árangurinn sýndi sig líka svo fljótt sem gerði allt miklu auðveldara! Takk kærlega fyrir mig!

-Audna Hjardar

Er búin að vera í þessu prógrammi í 12 vikur og hef aldrei verið sterkari og er að verða 47 ára. Mæli alveg 100% með þessu

-Lóa Sigurðardóttir

Ég hvet alla til að kíkja í þetta prógramm hjá honum Skúla. Það sem hann og sterkar stelpur hefur breytt lífinu mínu ég hefði ekki trúað því fyrir um 13 vikum 😉 Það að fá svona ótrúlegan stuðning og að hafa hann Skúla í sínu horni veitti mér ótrúlegan styrk. Ég á í erfileikum með að útskýra þetta en Skúli nær að peppa mann upp, hann lætur öllum líðan eins og maður hafi 100% athygli frá honum og það hefur maður. Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að í áskorunni værum við bara mano e mano, það sýnir hvernig mann Skúli hefur að geyma. Hann getur látið manni líða eins og ég sagði með alla hans athygli þegar í raun vorum við 3.700 konur…allar með hans 100% athygli. Skúli er einstakur og ég vona að sem flestir munu koma til með að kynnast því sjálfir.
Takk aftur æðislega fyrir mig Skúli 🙂

-Kolbrún Ólafs

Þegar ég byrjaði í prógramminu Sterkar stelpur var ég komin með ákveðinn leiða á að fara í ræktina, var alltaf einhvern veginn að gera sömu æfingarnar og var stopp í að ná „meðgöngukílóunum“ vinsælu af mér. Með nýju æfingunum frá Skúla var eins og það væri opnaður nýr heimur í ræktinni (og mataræðinu). Ég fór að gera „stórar“ æfingar (deadlift o.s.frv.) og þyngja talsvert í öðrum æfingum (bytheway takk fyrir skýr kennslumyndbönd!). Nú er til dæmis mjög ánægjulegt að fara í „stórustrákadeildina“ hvað varðar lóð og stangir 🙂 Það var því sérstaklega skemmtilegt að rjúfa 100 kg múrinn í hip thrust síðasta æfingadaginn í áskoruninni, eitthvað sem ég taldi mig aldrei koma til með að geta! STST matarræðið hefur líka gert mér stóran greiða hvað varðar mat en ég hef einhvern veginn aldrei getað borðað BARA hollt. Með þessu get ég séð hvað ég er að éta og hvað ég þarf til að ná árangri. Vissulega er ég ekki búin að mastera þetta hlutfall en þetta er smátt og smátt að koma og sumir dagar eru betri en aðrir.
Ég er því mest þakklát fyrir að fá sjálfstraust í ræktinni til að lyfta þungt, það hefur líka laumað sér út fyrir líkamsræktarsalinn! Viðkynningu að matarræði sem hentar mér, þar sem allt er leyfilegt í réttum hlutföllum þó! Allt þetta hefur styrkt mig bæði líkamlega og andlega. Hlakka til að halda áfram á þessari braut og TAKK KÆRLEGA fyrir mig! 🙂

-Anna Heiða Baldursdóttir

Þegar ég byrjaði í Sterkar stelpur, var ég búin að eiga kort í ræktinni í eitt ár en notaði það ekki sem skyldi. Það kom mér á óvart, hversu mikil hvatning það var að vera hluti af þessum hóp. Bara að vita, að fleiri stelpur væru í sama pakkanum, gaf mér hvatningu til að halda áfram. Facebook hópurinn var líka frábær. Það var gaman að fylgjast með hinum stelpunum, fá hugmyndir í sambandi við mataræðið og heyra þeirra upplifun af æfingunum. Æfingarnar voru mjög fjölbreyttar ogskemmtilegar og ómetanlegt að geta skoðað myndböndin frá Skúla og séð hvaða æfing þetta var (ekki alveg að þekkja öll þessi nöfn) og ekki síður mikilvægt, að sjá hvernig maður gerir æfingarnar rétt. Ég var alltaf inn á vef styrktarklúbbsins í símanum mínum á meðan ég var í ræktinni og gat þá kíkt á æfingarnar ef ég komst í vafa. Heimasíðan er mjög aðgengileg, auðveld í notkun og með góðum upplýsingum.

-Kristbjörg Lilja Jakobsdóttir

Sterkar stelpur áskorunin sem Skúli gaf 3700 konum á landinu er búin að vera svo mikil snilld. Ég gerði það sem ég hélt ég gæti aldrei, mætti 3svar í viku kl. 5:45 á æfingu og hlakkaði til að mæta á hverja æfingu! Ég kynntist fullt af æðislegum stelpum í þessari áskorun því hvert sem maður leit sá maður sterka stelpu að æfa. Æfingarnar eru frábærar, góð skýringarmyndbönd með og ekki skemmir að hafa svona samheldinn og jákvæðan facebook hóp þar sem Skúli hefur staðið sig með eindæmum að svara ótal spurningum. Ég hlakka til að takast á við næstu 12 vikur, sterkar stelpur á netinu 🙂

-Valdís Ýr Vigfúsdóttir

Þessi áskorun er fyrst og fremst áskorun sem maður stenst ekki að standast EKKI. Prógrammið er svo fjölbreytt og matarplönin svo margþætt. Sem auðveldar ÖLLUM að finna sína leið að settum markmiðum.
Og það besta við þetta er að þú getur bæði verið vaxtaræktartröll eða grænn byrjandi. Æfingarnar eru allar útskýrðar og sýndar á youtube, svo maður geri þær örugglega RÉTT. Skúli er svo hlekkurinn í þessu öllu saman, alltaf til staðar með hvatningu, góð ráð og útskýringar. Puntkurinn yfir i-ið eru svo „sterkar stelpur“, lokaði facebook hópurinn. Þar getur maður fylgst með hinum, sótt ráðleggingar og póstað góðum ráðum í ÖLLU sem við kemur líkamsrækt, heilsu og góðu mataræði.
Hef prófað ýmislegt í gegnum tíðina, hélt reyndar „allt“ áður en ég fór í þetta en hef aldrei haft eins lítið fyrir því að ná mínu besta formi á aðeins 12 vikum. Sem segir allt um þetta frábæra framtak.
TAKK Skúli. 🙂

-Guðrún Astrid Elvarsdóttir

Þessi áskorun var algjör snilld! Hef bara ekki kynnst eins mikilli snilld. Í fyrsta lagi að ná að halda svona góðum hópi eins og myndaðist er bara afrek út af fyrir sig og kenndi mér og örugglega fleirum margt. Utanumhaldið var mjög gott og mér finnst eiginlega ótrúlegt hversu stór og öflugur hópur myndaðist utan um áskorunina. Í facebook hópnum voru allir boðnir og búnir til að hjálpa hverri annarri og ég tala nú ekki um Skúla sem hefur þurfa að hafa ansi vökul augu til að halda utan um þetta. En hann gerði það og gerði það svo sannarlega vel.
Það sem stendur helst upp úr er hversu svakalega mikið maður lærði. Ég hafði alltaf verið skíthrædd að labba í gegnum svona tækjasal- hvað þá að lyft lóði sjálf. En strax eftir 2 æfingu í viku 1 var maður hættur að hugsa um þetta. Núna finnst mér ég vera á heimavelli í tækjasalnum og skil ekki hvað var í gangi í hausnum á mér fyrir 12 vikum síðan.
Æfingarnar sjálfar voru mjög skemmtilegar. Þær voru fjölbreyttar og það var alltaf gaman að fara á æfingu. Nýtt prógramm á 4 vikna fresti gerði það að verkum að maður var alltaf að prófa eitthvað nýtt og ögra sjálfum sér og líkamanum. Enda þurfti þess svo sannarlega og ég held ég hafi aldrei tekið jafnt mikilvæga ákvörðun og þegar ég ákvað að vera með í áskoruninni.

Ég hlakka til að halda áfram og þakka fyrir að hafa lært svona mikið. Þessi lærdómur er eitthvað sem enginn tekur af manni aftur. Þetta er til lífstíðar.

-Hildur Halla Gylfadóttir

Ég er pínu týpan sem hef prófað allt! Ætla alltaf að vera svo „mjó“ því það er svo töff!
Ég var svo heppin að kynnast Crossfit á síðasta ári og fannst það bara henta mér voðalega vel. Svo flutti ég núna um jólin á stað sem ekki er Crossfit. Þannig að ég var svoldið að vandræðast með hvað ég ætti að fara að gera, þar til ég sá þessa frábæru Áskorun hjá Skúla og Styrktarklúbbnum. Vá! ég hef svo lært ótrúlega mikið á þessum 12 vikum!
Ef einhver hefði veðjað við mig um jólin að ég ætti eftir að geta lyft 110kg i Réttstöðulyftu fyrir 20.05.16 hefði ég svo mikið hlegið, og sagt ekki fræðilegur!
En þessi áskorun kenndi mér að setja mér markmið og hugsa út fyrir þægindarammann. Það er svo gaman að mæta reglulega og hlakka til að mæta sjá bætingar og gera nýjar æfingar. Skúli hefur tekið allt þetta gamla hlaupabretti og mjó status og hent því í ruslið! Ég er ein af þeim sem í dag ELSKA AÐ LYFTA!
Takk Skúli og Styrkarklúbburinn

-Berglind Ýr Sigurðardóttir

Mæli algjörlega með þessu. Ég var orðin pínu stöðnuð og góð við sjálfa mig. Þetta hefði ekki getað komið á betri tíma. Bæði fjölbreyttar, krefjandi og vel valdar æfingar. Hlakkar til að fara í ræktina á hverjum degi. Sneri líka mataræðinu á annað level og finn mikinn mun þar ásamt að þolið hefur bæst. Ekkert nema tóm gleði.

-Signý Harðardóttir

Þetta prógram er það skemmtilegasta sem ég hef notað í ræktinni hingað til. Ég hef alltaf verið frekar sterkbyggð og hef mjög gaman að því að lyfta þungum lóðum þannig að ég finn að það rífur í. Þetta prógram hefur hjálpað mér andlega því ég hef í mörg ár verið að glíma við kvíða sem kemur fram í miklum veikindum í kring um álagspunkta í mínu lífi, en núna síðustu 12 vikur hef ég verið í tæplega 100% vinnu auk þess að vera í 20 einingum í meistaranámi. Á þessum 12 vikum hefur kvíðinn aldrei látið kræla á sér þó að mikið álag hafi verið á ákveðnum tímapunktum, og tel ég það vera þessu prógrammi að þakka, því með því að fara í ræktina mjög reglulega og fá virkilega útrás með því að lyfta þungum lóðum hef ég einnig náð að losa um mikið stress og kvíða.
Mér líður miklu betur andlega og ég er ánægðari með sjálfa mig líkamlega.

-Aðalheiður Kristjánsdóttir

Ég var alltaf frekar hrædd við að fara í ræktina en þetta prógram bjargaði mér algjörlega. Frábært plan og skýrt sem gerði þetta allt mun skemmtilegra. Ég vil líka þakka þessari frábæru áskorun fyrir það að meðan ég var að puða við að skrifa MS ritgerð var ég laus við alla vöðvabólgu og öll mun hressari og bjargaði alveg deginum að byrja hann á því að taka á því!

Svo var facebook hópurinn frábær fyrir stuðning og upplýsingar ef maður skyldi ekki eitthvað. Mæli hiklaust með að prófa sterkar stelpur prógrammið!

-Guðrún Sigurðardóttir

Ég var í þeim sporum að mig vantaði meiri stefnu í ræktinni. Ég var ekki alveg tilbúin að fá mér einkaþjálfara, og þá rakst ég á sterkar stelpur á netinu. Prógrammið var mjög gott og fjölbreytilegt. Það sem mér fannst best var að hann er með myndbönd á netinu sem sýna hvernig maður á að gera æfingarnar, Ég fór varlega í byrjun (er með nokkra reynslu af lyftingum) þar sem ég hafði ekki lyft markvisst í nokkur ár en fann að myndböndin hjálpuðu mikið. Allir vöðvahóparnir voru teknir fyrir!

Eitt af því besta við hópinn var einmitt hópurinn. Stuðningurinn, samheldnin og árangur hjá öðrum urðu hvatning.

Mæli með að fá lyftingaprógram hjá Skúla í sterkum stelpum og vera hluti af stærri heild þar sem allir eru með sama markmið.

-Ásdís Benediktsdóttir

Ég hef aldrei stundað neinar lyftingar á ævinni, bara verið á kafi í alls kyns íþróttum og var því mjög spennt að prófa byrjendaprógrammið í áskoruninni. Ég get ekki annað en hælt þessu prógrammi í hástert. Að byrja á 12 daga „insulin reset“ gaf mér innspýtinguna sem ég þurfti til að halda ótrauð áfram, en á því tímabili náði ég 80% af markmiðum mínum. STST-mataræðið sem tók við er frábærlega vel sett upp og útskýrir einfaldan hátt hvernig best er fyrir hvern einstakling að ná jafnvægi milli næringarefna í mataræðinu. Það besta við þetta allt er að ég hef sankað að mér gríðarlegri þekkingu og náð að hafa áhrif á fjöldann allan af fólki í kring um mig sem hefur tekið upp breytta siði í mataræði og æfingum. Batnandi fólki er best að lifa! Þótt ég muni ekki ná öllum mínum styrktarmarkmiðum á 12 vikum vegna bakmeiðsla sem ég varð fyrir við fótboltaiðkun snemma í áskoruninni, þá veit ég að ég að með þeirri þekkingu sem ég bý nú yfir mun ég verða fljót að ná þeim þegar bakið kemst í lag. Skúli á mikið hrós skilið fyrir fyrir það frumkvæði og fórnfýsi sem hann hefur sýnt í þeirri viðleitni að gera líf þúsunda kvenna betra. Meiri háttar! Takk Skúli.

-Dís Sigurgeirsdóttir

Mæli svo endalaust með þessu prógrammi og ég tala nú ekki um Skúla – þvílíkur endemis snillingur.

Hef eytt síðustu árum í að ströggla við meiðsli í ökkla, þurfti nokkrar aðgerðir og endalausar sögur frá læknum að ég mætti ekki þetta og mætti ekki hitt.
Á endanum var ég hætt að gera hluti sem mér fannst svo skemmtilegir áður vegna þess að ég var farin að trúa að ég gæti þá hreinlega ekki.

Fyrir nokkrum mánuðum rakst ég á þessa áskorun frá Skúla á Facebook, og það var eins og einhver hefði opnað dyr fyrir mig.Ég ákvað að slá til og prófa og hef ekki séð eftir því eina einustu mínútu síðan!!
Það er alltaf hægt að finna æfingar sem henta betur ef eitthvað er ekki að henta, Skúli er boðinn og búinn til að svara öllum kjánalegu spurningunum frá manni og er með frábært prógram og leiðbeiningar!
Go Skúli og takk fyrir mig!!

-Erna Þórarinsdóttir

Kæru vinkonur, já nú er ég bara að tala við ykkur stelpur 🙂 Mig langar að segja ykkur frá áskorun sem ég ákvað að taka þátt í hér á fb. En hún heitir Sterkar stelpur, einhverjar hafa kannski heyrt um hana. En hann Skúli hjá Styrktarklúbburinn – Sterkar Stelpur ákvað sem sagt að gefa stelpum þessa áskorun, ég ákvað að vera með og sé sko alls ekki eftir því. Nú fer áskorunin að klárast og auðvitað ætlar Skúli að sjá um að maður geti haldið áfram, þannig að ef þið eruð í þeim hugleiðingum að fara að taka ykkur á þá mæli ég sko klárlega með Sterkar stelpur á netinu 😀 það er frábær stuðningshópur hér á fb, æfingarnar flott settar upp, hvort sem þú sért byrjandi eða komin eitthvað lengra, video af æfingunum og mataræðið sérð þú svolítið sjálf um út frá leiðbeiningum sem mér finnst snilld því þó það sé gaman að prófa nýjar uppskriftir þá vill maður líka oft halda svolítið í það sem maður þekkir.
Ég hef bætt mig alveg rosalega, farin að lyfta þyngdum sem mér datt aldrei í hug að ég myndi geta og er samt ekki hætt. Mér líður mun betur, er léttari á mér bæði líkamlega og andlega. Svo ég segi bara endilega komið með, þetta er bara winwin 😉

-Hildigunnur Kristinsdóttir

Lífið mitt snérist gjörsamlega við þegar ég byrjaði í Sterkar stelpur áskoruninni! Allt í einu varð það sem ég hélt að væri ómögulegt, mögulegt! Ég mæli svo rosalega vel með þessu og ég er hvergi nærri hætt! Ætla hiklaust að skrá mig á næsta netnámskeið!! P.s. Ekki hægt að finna betri þjálfara en Skúla!

-Álfrún Auður Bjarnadóttir

Stórkostlegt!!
Ég var búin að hamast í brennslutækjunum í ræktinni af og til síðustu 5 árin en gafst alltaf upp þar sem ég sá engan árangur en Sterkar Stelpur áskorunin henti mér hressilega langt út fyrir þægindarammann í æfingar sem ég hafði enga trú á að ég gæti með nokkru móti framkvæmt. Þvílík gjörbylting á mér og mínu bæði andlega og líkamlega ástandi strax á fyrsta mánuði ég hefði aldrei trúað þessu, ég elska að mæta á æfingarnar, þær eru skemmtilegar, fjölbreyttar og virkilega krefjandi og ég er búin að þrefalda minn styrk á einungis 10 vikum sem mér finnst alveg magnað! Hlakka til að halda áfram enda skrokkurinn hættur að sveiflast til þegar ég geng um þar sem vöðvamassinn hefur stóraukist á kostnað fitunnar sem er frábært, takk Skúli þú ert snillingur!

-Jóna Guðrún Kristinsdóttir

Mæli algjörlega með þessu prógrammi. Er komin lengra en mig hefði nokkurn tímann grunað, bæði í mataræði og æfingum. Ég hugsaði mér markmið í byrjun en þau breyttust nánast á hverjum degi í betri átt. Venjulega hef ég dregið úr markmiðum þegar líður á einhverju sem ég byrja á. Ég hef ekki fengið prógram áður í lyftingum svo ég var þannig séð ný en það er ekkert mál fyrir hvern sem er að byrja þar sem myndband fylgir hverri æfingu. Þetta er búinn að vera brjálæðislega skemmtilegur tími og lærdómurinn mikill.

-Rós Magnúsdóttir

Uppáhalds á Instagram