Nýttu tímann í ræktinni

Hvernig nýtist tíminn í ræktinni sem best? 🤔⌚️💪 Ég veit að allar sem heimsækja þessa síðu hafa áhuga á að verða betri útgáfa af sjálfri sér, lyfta lóðum, verða sterkari, heilbrigðari og líða betur. Ég er líka nokkuð viss um að flestar ykkar hafi takmarkaðan tíma og áhuga á því að eyða meiri tíma en þær […]

Hvernig kemst ég dýpra í hnébeygjunni?

Sem samfélag erum við hætt að hreyfa okkur eins og við gerðum og sitjum meira og minna allan daginn. Við þetta missum við ekki einungis liðleika og líkamsvitund því líkur á lífsstílssjúkdómum stórhækka við kyrrsetuna. Að vinna sem einkaþjálfari með sjúkraþjálfaramenntun á bakinu og fylgjast með fólki gera hnébeygjur í ræktinni hræðir mig, fæstir hafa […]

Sigrastu á samanburðinum

“Af hverju get ég ekki litið meira út eins og þau?”  Hvernig samanburðar complexar láta þig hata þinn eigin líkama  Og 5 leiðir til þess að sigrast á því Hefur þér einhvern tímann liðið eins og að líkaminn sem þig langar í sé alltaf utan seilingar? Eins og þú verðir aldrei nógu grönn, sterk eða […]

Er stressið að trufla mataræðið?

Þegar við erum undir miklu álagi og upplifum stress eða kviða er ekki óalgengt að finna fyrir breytingum á matarlyst. Eflaust eru margir sem sökkva sér í nammipokann á álagstímum, t.d. í miðri prófatörn. Þeir hinir sömu skilja svo ekkert í því að manneskjan við hliðina á þeim virðist vera með sjálfsaga á borð við […]

Að nærast í núvitund

Núvitund á rætur sínar að rekja um það bil 2.500 ár aftur í tímann, til gamallar hefðar innan Búddisma. Núvitund er sú meðvitund sem kviknar með því að beina athyglinni af ásetningi að líðandi augnabliki, án þess að dæma það sem gerist innra með okkur. Jon Kabat Zinn, upphafsmaður núvitundar í vestrænu samfélagi, leggur áherslu […]

Getur þú kælt af þér fituna?

Kuldi sem tól til að brenna fitu Er það mögulegt að nota kulda til þess að auka fitubrennslu? Já, það hefur verið sýnt fram á það að kuldi er mjög gagnlegur þegar kemur að því að brenna fitu ásamt mörgum öðrum jákvæðum kostum sem ég mun greina frá hér á eftir. En byrjum á að […]

Gerðu þetta ef þú æfir á morgnana

Ef þú ert ein af þeim ofurmanneskjum sem rífur sig upp eldsnemma á morgnanna þegar restin af þjóðinni slefar ennþá á koddann sinn ertu hetja. Algjör hetja! Mörgum þykir frábært að byrja daginn á því að hreyfa sig og klára það fyrir daginn. Aðrir hafa engan annan tíma vegna vinnu og fjölskyldu. Sama hver ástæðan […]

Gerðu þetta áður en þú ferð í hnébeygjuna!

Eins og staðan er í dag sitjum við allt of mikið á rassinum yfir daginn og er öll aftari keðjan á líkamanum frekar veik. Alveg frá efra baki niður rassinn og aftanverð læri. Eitt besta tip til að virkja aftari keðjuna lærði ég upprunalega frá John Meadows en nú eru margir snillingar farnir að nota […]

Hvað einkennir góðan einkaþjálfara?

Að vera einkaþjálfari er ekki lögverndað starfsheiti. Það þýðir að hver sem er getur kallað sig einkaþjálfara og farið að taka við fólki í þjálfun. Því eru einkaþjálfarar á Íslandi eins misjafnir eins og þeir eru margir. Mér þykir mjög vænt um starfið mitt og reyni að gera mitt besta til að vinna góða vinnu […]