STYRKTARÞJÁLFUN 101

12 VIKNA FJARÞJÁLFUN OG FRÆÐSLA FYRIR…

BYRJENDUR

FYRIR HVERJAR?

STYRKTARÞJÁLFUN 101 er fyrir þær konur sem langar að læra að lyfta rétt og spara sér þannig mörg ár af vitlausri líkamsbeitingu og prógrömmum sem eru illa hönnuð. Þú lærir allt sem þú þarft að læra til að fá sjálfstraust í ræktinni auk þess sem þú lærir að beita þér rétt í þessum stóru æfingum.

Byrjendur þurfa oft mikið og gott aðhald og það er grunnstoðin í þessu prógrammi. Þú færð aðgang að þjálfara í gegnum snilldar app þar sem þú horfir á myndbönd af æfingunum og getur sent þjálfaranum skilaboð hvenær sem er. Hann gefur þér klapp á bakið þegar vel gengur og tékkar reglulega á þér ef hann sér að þú ert ekki að mæta.

Þannig færðu tvo mikilvægustu hlutina sem þú þarft til að ná árangri. Frábært plan og alla þá þekkingu sem þú þarft á einum stað og þjálfara sem styður við bakið á þér og hvetur þig áfram.

Ef þú þarft svo ennþá meira aðhald, sérsniðið prógramm eða vilt koma og læra æfingarnar í eigin persónu er það í boði! Skoðaðu pakkana hér fyrir neðan.

HVAÐA PAKKI HENTAR MÉR?

Þessi ódýri
30000
Þessi ódýri
GRUNNÁSKRIFT
STERKAR STELPUR APPIÐ

10.000/mánuðurinn

Kaupa bronspakka
GULLPAKKINN
75000
Þessi stóri
GRUNNÁSKRIFT
STERKAR STELPUR APPIÐ
SÉRSNIÐIÐ PRÓGRAMM
3 tímar með þjálfara

25.000/mánuðurinn

Kaupa gullpakka

Hvað er innifalið?

MATARÆÐI

Þú færð einföld ráð í mataræðinu til að auka vöðvauppbyggingu og missa fitu. Engu umturnað í mataræðinu á meðan þú kemst af stað í ræktinni.

ÆFINGAPRÓGRAMM

Æfingaprógrammið er úthugsað fyrir byrjendur og hver æfing er sérvalin til þess að hámarka árangurinn í ræktinni.

LOKAÐ SVÆÐI

Innri vefur þar sem þú getur nálgast prógrammið þitt, skoðað myndbönd af æfingum og lært allt um mataræðið. Allt á einum stað!

APP Í FARSÍMA

Í öllum pökkunum fylgir STERKAR STELPUR appið með í þrjá mánuði! Allar æfingar, bætingar, þjálfarinn og árangurinn í vasanum.

STÓRAR ÆFINGAR

Lögð er mikil áhersla á byggja upp góðan grunn í framkvæmd æfinga þannig að í lokin á prógramminu verða komnar inn stórar æfingar eins og hnébeygja og réttstöðulyfta

FRÆÐSLA

Þú færð fullt af fræðslu í myndböndum og texta um allt sem þú þarft að vita um styrktarþjálfun þannig að þú gerir hlutina rétt frá byrjun.

MARGT FLEIRA!

Þetta og margt fleira hefur þú til að ná árangri í STYRKTARÞJÁLFUN 101 en nú er þetta í þínum höndum. Ef þú ferð eftir planinu og mataræðinu þá munt ÞÚ ná árangri og vera tilbúin í ennþá fleiri áskoranir.

hvernig virkar þetta?

Greiðsluferlið

Við greiðslu með kreditkorti færðu beint aðgang að innri vefnum undir „Mín síða“ hérna ofar á síðunni.

Við greiðslu með millifærslu getur tekið 1-2 daga að virkja aðganginn þinn. Ef einhver annar millifærir fyrir þig er nauðsynlegt að senda nafn og email á þeim sem skráði sig.

Við greiðsludreifingu virkjast aðgangurinn strax. Það sem þú þarft að gera er að kaupa vöruna og velja að greiða með greiðsludreifingu. Við að versla með greiðsludreifingu skuldbindur þú þig til að greiða allar greiðslurnar og ekki er hægt að hætta við kaup. Þú færð senda þrjá reikninga á einkabankann þinn í gegnum Inkasso, með greiðsludaga daginn sem þú kaupir og svo fyrsta hvers mánaðar næstu tvo mánuði á eftir. Eindagi er viku seinna og ef reikningurinn er ekki greiddur leggjast ofan á hann vextir og innheimtukostnaður samkvæmt gjaldskrá Inkasso.

Við greiðsludreifingu leggst 230 króna seðilgjald ofan á hverja greiðslu auk 1000 króna úrvinnslugjalds ofan á síðasta reikning. Heildar auka kostnaður við greiðsludreifingu er því 1.690 krónur.

Skráningarferlið

Eftir að þú hefur skráð þig og greiðslan er gengin í gegn færðu aðgang að innri vefnum. Þjálfari mun senda þér email með öllum helstu upplýsingum en þú færð fljótlega sendan link til að hala niður appinu. Prógrammið birtist svo í appinu fyrsta mánudaginn eftir að þú skráir þig í þjálfunina(gæti liðið rúm vika ef þú skráir þig um helgi).

Þú munt hafa aðgang að appinu og prógramminu þar inni í 13 vikur, eina viku til að prófa og koma þér af stað og svo er prógrammið sjálft 12 vikur. Þú munt samt alltaf hafa aðgang að prógramminu sjálfu, öllum myndböndum og fræðslu inni á innri vefnum.

Eftir að hafa lokið Styrktarþjálfun 101 ertu sko heldur betur tilbúin í að taka þátt í næstu STERKAR STELPUR ÁSKORUN, en þær byrja í janúar og september á hverju ári.

Skrá mig já takk !

algengar spurningar

Skúli Pálmason, ÍAK einkaþjálfari og B.Sc. í sjúkraþjálfun

Þó svo að Skúli sé löggildur sjúkraþjálfari lítur hann fyrst og fremst á sjálfan sig sem styrktarþjálfara. Allir sem hafa æft hjá honum vita að hann leggur gríðarlega mikla áherslu á rétta tækni í æfingum og að fólk beiti sér rétt.

Hann útskrifaðist sem ÍAK einkaþjálfari 2010 og svo sem sjúkraþjálfari 2013 og hefur verið að þjálfa allskonar fólk núna í 5 ár.

Skúli vinnur sem styrktar- og einkaþjálfari í Reebok Fitness Holtagörðum í fullu starfi. Hann þjálfar eingöngu stelpur á aldrinum 20-45 í STERKAR STELPUR hópeinkaþjálfun.

Já, þú þarft að hafa aðgang að líkamsræktarstöð eða flottu heimagymmi til að fylgja STYRKTARÞJÁLFUN 101 prógramminu. Ef þú hefur ekki tök á að æfa í lyftingasal og hefur ekki tök á að fá þér búnað eins og stangir og handlóð þá getur þú keypt heimaprógramm hér.

Æfingarnar eru yfirleitt í kringum klukkutími en geta verið lengri eða styttri eftir því hversu mikið þú hvílir og hversu vel undirbúin þú ert.

Heldur betur! Þetta prógramm er sérstaklega ætlað byrjendum en ég mæli sterklega með því að þú fáir einhvern til að kenna þér þessar stærstu æfingar eins og hnébeygju og réttstöðulyftu. Það margborgar sig að taka 2-3 tíma hjá góðum einkaþjálfara til að læra rétta tækni. Ef þú hefur tök á að kaupa gullpakkann og mæta til mín í Reebok Fitness þá er það auðvitað best!

Prógrammið gerir ráð fyrir 3 lyftingaræfingum í viku og svo mælum við með smá þolþjálfun með. Annað hvort eftir lyftingarnar eða á þeim dögum sem þú ert ekki að lyfta.

Já, það er lítið mál. Það er farið ítarlega í hvernig það er gert hérna ofar á síðunni.

Ef þú kaupir Gullpakkann færðu prógrammið sérsniðið að þinni getu þegar þú hittir þjálfarann. Gullpakkinn er eina leiðin til að vera með ef þú átt við hamlandi meiðsli að stríða.

Já, þetta prógramm byggir upp vöðva, og þá þarft þú bara að sjá um að borða nóg af mat.

Lögð er mikil áhersla á að byggja upp grunn þannig að í lokin verður þú farin að taka stórar æfingar eins og hnébeygju, réttstöðulyftu og pressur. En aðalatriðið er alltaf á tækni og að gera æfingarnar rétt. Þú getur hvenær sem er tekið upp æfingarnar þínar og sent þjálfara og fengið góð tips.

Nei alls ekki. Þetta prógramm er MJÖG krefjandi þó það sé gert fyrir byrjendur!

Nei, það er ekkert aðhald í mataræði en þú færð fullt af upplýsingum til að sérsníða þitt eigið matarplan eftir þínum þörfum og smekk.

Nei, það hefur margsýnt sig að fyrirfram ákveðin matarprógrömm virka afar illa fyrir flesta til lengri tíma séð. Þess vegna geri ég aldrei matarplön. Þú færð hinsvegar allar upplýsingar sem þú þarft til að setja saman þitt eigið matarprógramm sem hentar þér og þínum líkama, markmiðum og smekk.

Nei, því miður er planið sett þannig upp á stigvaxandi hátt og úthugsað sem 12 vikna plan. Við viljum helst bara taka við konum í þjálfun sem er full alvara með að breyta um lífsstíl. Þetta er ekki mánaðar „átak“ og því er ekki hægt að kaupa stakan mánuð.

Já, þú getur skráð þig og byrjað hvenær sem er. 

Eftir að þú hefur skráð þig og greiðslan er gengin í gegn færðu aðgang að innri vefnum. Þjálfari mun senda þér email með öllum helstu upplýsingum en þú færð fljótlega sendan link til að hala niður appinu. Prógrammið birtist svo í appinu fyrsta mánudaginn eftir að þú skráir þig í þjálfunina(gæti liðið rúm vika ef þú skráir þig um helgi).

Þú munt hafa aðgang að appinu og prógramminu þar inni í 13 vikur, eina viku til að prófa og koma þér af stað og svo er prógrammið sjálft 12 vikur. Þú munt samt alltaf hafa aðgang að prógramminu sjálfu, öllum myndböndum og fræðslu inni á innri vefnum.

Þegar þú ert búin með þetta prógramm ertu klár í hvað sem er! Við mælum auðvitað með því að skrá sig í næstu áskorun sem hefst í september og janúar á hverju ári.

Þú munt áfram hafa aðgang að innri vefnum með prógramminu og myndböndum af öllum æfingum. 

Hinsvegar lokast fyrir appið en upplýsingarnar þínar haldast þar inni þangað til þú skráir þig í áframhaldandi þjálfun.

hafðu samband

    Nafn (Nauðsynlegt)

    Email (Nauðsynlegt)

    Efni

    Skilaboð