Næsti hópur JANÚAR 2020: 12 mánaða þjálfun fyrir konur

ProCoach næringarþjálfun hjálpar þér að gera mikilvægar breytingar á mataræðinu og lífsstílnum þannig að þú getur loksins bætt heilsuna og fengið líkamann sem þig dreymir um.

Með hjálp frá mér(Skúla) yfirstígur þú hindranir og áskoranir sem hafa stoppað þig í mörg ár og þú kemst í besta form lífs þíns – út lífið.

Velta fyrir þér hvort þetta virki?

Precision Nutrition hefur verið að þjálfa eftir þessari formúlu síðustu 10 ár og hafa þjálfað yfir 45.000 menn og konur eins og þig. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan til að fá hugmynd um hvaða árangur er raunhæfur:

Sérfræðilausnir til að innleiða góða næringu og heilsu inn í þitt líf. Þinn tími er núna.

Mánudaginn 13.janúar 2020 opnar skráning aftur í ProCoach næringarþjálfunina fyrir konur.

Í þessu 12 mánaða prógrammi leiðir Skúli,  Precision Nutrition Level I og II þjálfari þig í gegnum mikilvægar, varandi bætingar í matarvenjum, lífsstíl og heilsu.

Niðurstaðan?

Þú munt léttast(og missa fitu) sem þú hefur átt í vandræðum með í mörg ár. Þú byggir upp bæði líkamlegan og andlegan styrk. Þér á eftir að líða eins og þú getir allt, sjálfstraustið eykst og þér mun líða mun betur en áður.

Forvitin hvernig prógrammið virkar? Horfðu þá á þetta stutta myndband. Það útskýrir við hverju þú mátt búast í ProCoach næringarþjálfuninni fyrir konur.

Þú hefur prófað allskonar megrunarkúra og mismunandi mataræði áður. En nú verður þetta öðruvísi.

Næstum allir kúnnar sem ég unnið með hefur viljað missa fitu, byggja upp styrk, komast í form og losna við slæmar matarvenjur.

En breytingar eru erfiðar.

Jafnvel þó þú vitir hvað þú átt að borða og hvernig þú átt að hreyfa þig ganga oft aðrir hlutir fyrir, eins og:

  • vinna,
  • börn,
  • aldraðir foreldrar,
  • viðhald á húsi,
  • og margt fleira.

Að vita hvað þú átt að borða og hvernig þú átt að hreyfa þig er eitt: að gera það er allt annað.

ProCoach næringarþjálfunin byggir á því að þú þurfir stuðning við að láta þessa hluti verða að veruleika.

Þess vegna brúum við bilið á milli þess sem þú veist þú þarft að gera og raunhæfra lausna til að borða vel og hreyfa þig til lengri tíma.

Ertu að velta fyrir þér hversu vel þessi aðferð getur virkað? Horfðu þá á þetta stutta myndband:

En, það er eitt sem þú þarft að hafa í huga…

Ef ProCoach næringarþjálfun er rétt fyrir þig getur hún breytt lífi þínu. En vegna þess að það eru takmörkuð pláss í boði selst alltaf hratt upp.

Þannig að, ef þú hefur áhuga á að skrá þig – eða ef þú vilt vita meira – er best fyrir þig að skrá þig á VIP forskráningarlistann neðst á síðunni.

Allar sem eru á listanum fá fyrstar tækifæri til að skrá sig 24 tímum á undan almenningi og fá auk þess 20% afslátt af verðinu í þennan sólarhring.

Þú hefur líklegast vitað að þú þurfir meiri stuðning í lengri tíma.

Þú gætir verið með hugsanir eins og:

  • Er líkaminn minn bilaður?
  • Ég get ekkert breyst, þó ég geri allt rétt.
  • Hvernig get ég komist í form þegar ég er alltaf svona úrvinda?
  • Ég þarf sveigjanlegt plan sem hentar mínu bissý lífi
  • Ég get ekki bara hlýtt í blindni – ég þarf að vita hvernig og af hverju.

Ég skil þig.

Þessar áhyggjur eru ekki bara eðlilegar – heldur eru þær undirstaða prógrammsins.

STERKAR STELPUR eru vel gefnar og með drifkraft. Þær sætta sig ekki við „næsta“ besta mataræðið eða skyndilausnir til að losna við 5 kíló.

Þær vilja komast af hamsturhjólinu þar sem þær: léttast, þyngjast, léttast, þyngjast. Þær vilja losna af þessari hringrás og við vandamálin sem fylgja í hvert skipti.

Góðu fréttirnar? Við getum hjálpað.

Precision Nutrition formúlan hefur hjálpað þúsundum kvenna og í gegnum ProCoach hugbúnaðinn kemur Skúli sterkur inn með sína menntun í næringarþjálfun og sjúkra- og einkaþjálfun.

Árangurinn sem þú ert eftir er raunhæfur og þú getur viðhaldið honum.

Líkaminn þinn er ekki bilaður, og orkan mun koma til baka.

Hvernig vitum við það? ProCoach þjálfunin er 100% byggð á rannsóknum og yfir 10 ára reynslu Precision Nutrition.

Í gegnum árið færðu þjálfun sem lætur þig átta þig betur á hungur og seddutilfinningum og þróar með þér heilsusamlegan lífsstíl sem þú getur treyst á til frambúðar.

Skúli mun hjálpa þér að setja heilsuna í fyrsta sætið, sama hvaða skyldum þú hefur að gegna í lífi og daglegu starfi.

Í lokin á prógramminu eftir að hafa unnið með mér situr þú eftir með skilvirka, raunhæfa ávana sem koma þér í þitt besta form…og halda þér þar.

EN…

Þetta er ekki fyrir alla…

Þetta krefst mikillar vinnu og þú kemur til með þurfa að kafa djúpt í sjálfa þig, spyrja þig erfiðra spurninga og fara vel út fyrir þægindarammann. Þú þarft að gefa þér 10-15 mínútur daglega til að sinna þessu. Ef þú ert ekki tilbúin til þess er þetta prógramm ekki fyrir þig. Ef þú ert ekki tilbúin til að gera breytingar á þinni hegðun og lífsstíl er þetta ekki fyrir þig.

Þetta er engin skyndilausn og kílóin eiga ekki eftir að leka af þér frá byrjun. Þú þarft að vera þolinmóð, treysta því að ferlið virkar og halda áfram þó þú eigir eftir að vilja gefast upp. Þú átt alveg pottþétt eftir að misstíga þig og detta aðeins út, þá þýðir ekki að gefast upp heldur halda bara áfram og ekki svekkja sig á því sem liðið er.

Of margar hafa skráð sig í ProCoach haldandi að það væri einhver töfralausn og loksins kæmust þær í form og þyrftu ekkert að hafa fyrir hlutunum. Þetta virkar ekki þannig. Það virkar ekkert þannig. Þú þarft að vinna vinnuna ef þú virkilega vilt ná árangri. Ég er þarna til að aðstoða þig eins og ég get en að vinna vinnuna er undir þér komið. Þú berð sjálf ábyrgð á því að ná þeim árangri sem þú sækist eftir.

Ef þú heldur að þú getir ekki haft tíma fyrir þetta flesta daga, eða ef þú ert ekki tilbúin að gera óþægilega hluti skaltu EKKI skrá þig í ProCoach. Ég vil bara fá konur sem virkilega eru tilbúnar að gera breytingar, leggja mikið á sig og ná þannig árangri.

Ekki allar komast að!

Ef þú setur nafnið þitt á forskráningarlistann færðu möguleikann á að skrá þig 24 tímum á undan almenningi og eykur þannig líkurnar á að ná plássi þegar skráning opnar á ný.

Auk þess sparar þú 20% af verðinu.

Þjálfunin kostar 10.000 á mánuði með VIP afslættinum.

Ég geri mér grein fyrir því að það er mikil skuldbinding að skrá sig í þjálfun í heilt ár en við viljum bara fá inn konur sem virkilega eru tilbúnar að gera breytingar og það tekur bara svona langan tíma. Ef þú ert ekki tilbúin að fjárfesta í þessu prógrammi ertu ekki tilbúin að taka þetta skref eins og staðan er í dag.

VERTU FYRST TIL AÐ KOMAST INN Í PROCOACH NÆRINGARÞJÁLFUNINA!

Takmarkaður fjöldi kemst inn í hvern hóp

12 MÁNUÐIR

EITT ÁR Í ÞJÁLFUN

Varanlegar breytingar taka langan tíma, þessvegna er prógrammið heilt ár!

20%

VIP afsláttur

Þær sem fara á VIP listann geta skráð sig á undan almenningi og fá 20% af verðinu!

Skráning í ProCoach næringarþjálfunina opnar 2x á ári og takmarkaður fjöldi kemst inn í hvern hóp. Það er ástæðan fyrir þessum VIP póstlista: að verðlauna þær sem eru spenntar að byrja og tilbúnar að taka þetta alla leið! Settu nafnið þitt á listann og þú færð 20% afslátt af þjálfuninni og möguleikann á að skrá þig 24 tímum á undan öllum öðrum, klukkan 12 á hádegi mánudaginn 13.janúar. Prógrammið byrjar svo viku seinna.

  • Vel skipulagt 12 mánaða prógramm til að halda þér stöðugt við efnið.
  • Vel menntaður þjálfari sem kemur með athugasemdir og veitir þér hvatningu þegar á þarf að halda.
  • Daglegir ávanar sem passa inn í þinn lífsstíl
  • Líkamsræktarprógramm sem miðar að þinni reynslu, meiðslasögu og getu(kostar aukalega)

Taktu fyrsta skrefið: Skráðu þig á ProCoach VIP póstlistann.

Ef þú hefur áhuga á að vinna með okkur mælum við sterklega með því að þú skráir þig á VIP listann hér fyrir neðan. Við munum senda þér meiri upplýsingar þegar nær degur og gefa þér möguleikann á að skrá þig á undan öllum öðrum. Þú færð líka lægsta verðið – einungis 10.000 krónur á mánuði – 20% minna en hefðbundið verð