Sjúkraþjálfun hjá Skúla

Hér er allt sem þú þarft að vita um sjúkraþjálfun hjá Skúla í Golfstöðinni Glæsibæ

Opna á Google Maps

Sjúkraþjálfun

Skúli er með B.Sc. gráðu frá Háskóla Íslands og löggildingu frá Landlækni sem sjúkraþjálfari síðan 2013. Hann er einnig ÍAK einkaþjálfari síðan 2010 og hefur nýlega bætt við sig menntun í styrktar- og sjúkraþjálfun kylfinga ásamt þjálfun íþróttamanna með meiðsli. Hann tekur á mótu öllum en mestan áhuga hefur hann á því að hjálpa íþróttamönnum og einstaklingum sem stunda einhverskonar líkamsrækt að stíga til baka eftir meiðsli, bæði skyndileg og langvarandi.

Skúli er á samning við Sjúkratryggingar Íslands sem taka þátt í greiðslu fyrir sjúkraþjálfun ásamt annarri heilbrigðisþjónustu. Það má lesa betur um greiðsluþátttöku á vef sjúkratrygginga. Samkvæmt samningum er hægt að mæta í 6 skipti í sjúkraþjálfun án þess að hafa beiðni þannig að hægt er að hefja meðferð án þess að hafa beiðni frá lækni. Eftir þessi 6 skipti er nauðsynlegt að fá beiðni til að halda meðferð áfram með greiðsluþátttöku frá sjúkratryggingum.

 

Tímabókun í sjúkraþjálfun í gegnum Noona

Það væri frábært ef þú gæti sett í athugasemd stuttan texta um hvað það er sem er að plaga þig.

Algengar spurningar

Þar sem sjúkraþjálfun er niðurgreidd af sjúkratryggingum þá getur verið mismunandi hvað hver og einn borgar. Það er sama kerfi fyrir aðra læknisþjónustu og hámarkið er 35.824 krónur fyrir almennan einstakling þannig að sá einstaklingur þarf að borga fulla upphæð þangað til þeirri upphæð er náð. Eftir það er hámark er greitt 5.971 á mánuði. Svo eru mörg stéttarfélög(t.d. VR, Efling, BHM) sem taka þátt í þessum kostnaði þannig að mögulega getur þitt stéttarfélag tekið þátt í þeim kostnaði sem þú leggur út fyrir.

Gjaldskrá í sjúkraþjálfun

Greiðsluþátttökukerfi sjúkratryggingar Íslands

Dæmi um útreikning

Þú getur komið í 6 skipti í sjúkraþjálfun án þess að hafa beiðni en ef þörf er á fleiri skiptum þarftu að koma með beiðni, en mögulega verður breyting á því vorið 2026. Hver beiðni gildir í 15 skipti í sjúkraþjálfun en ef einstaklingur þarf fleiri skipti sækir sjúkraþjálfari um fleiri skipti.

Þannig að þú getur bókað tíma á Noona í sjúkraþjálfun hjá Skúla í Golfstöðinni og haft svo bara samband við þína heilsugæslu ef þörf er á til að fá beiðni umfram þessi 6 skipti.

Langbest er að mæta í þæginlegum fötum sem auðvelt er að hreyfa sig í, íþróttatoppur og stuttbuxur klikka ekki!

Það má gera ráð fyrir að fyrsti tími sé allt að 45 mínútur. Hver tími eftir það er um hálftími.

Þú getur auðveldlega afbókað tíma í gegnum Noona bókunarformið hér ofar á síðunni, Noona appinu eða á Noona.is. Vinsamlegast afbókaðu með amk 24 tíma fyrirvara, en við skiljum að sjálfsögðu ef eitthvað kemur uppá með skemmri fyrirvara. Þá er símanúmer og email hér neðar á síðunni.

Við rukkum 10.000 króna skrópgjald fyrir bókaðan tíma sem ekki er mætt í.

Hafðu samband

    Nafn (Nauðsynlegt)

    Email (Nauðsynlegt)

    Efni

    Skilaboð