Á NETINU út 2024

24.000kr.

STERKAR STELPUR Á NETINU!

Nú hafa STERKAR STELPUR prógrömmin hjálpað hundruðum kvenna að verða sterkari og heilbrigðari ásamt því að bæta sjálfstraust, útlit og heilsu. Áður hefur þetta verið í formi 16 vikna áskorana en nú ætlum við að breyta til… prógrömmin verða áfram ný, fersk og fjölbreytt en nú snýst þetta bara um að keppa við sjálfa sig!

Við leggjum áherslu á einföld en áhrifarík prógrömm þar sem allur líkaminn er tekinn fyrir á flestum æfingum. Við viljum ekki eyða of miklum tíma í ræktina og þannig er hægt að ná góðum árangri í prógrömmunum okkar með því að mæta 3x í viku í sirka klukkutíma í senn. Það er samt alveg meira í boði fyrir þær sem hafa meiri tíma og vilja mæta oftar.

Eftir 10 ár af prógrammagerð og þúsundir viðskiptavina vitum við hvað virkar og hvað virkar ekki. Við erum ekkert að flækja hlutina og eina sem þú þarft að gera er að reyna að gera betur í dag heldur en þú gerðir síðast. Appið sér svo um að þú vitir hvað þú eigir að gera til að gera betur en síðast og gefur þér high five fyrir allar bætingar 🙌

Við náum að halda kostnaði lágum með því að hafa bara 1-2 prógrömm í gangi í einu, þetta er ekki sérsniðið að hverri og einni en þessi prógrömm virka vel fyrir flestar konur. Við bjóðum líka alltaf upp á nokkrar æfingar til að skipta út ef þig vantar búnað eða getur ekki gert einhverja æfingu.

Þetta er ekki hefðbundin fjarþjálfun…við erum alltaf til staðar ef þig vantar aðstoð eða hefur spurningar en við erum ekki þarna til að vera klappstýran þín. Það er á ÞINNI ábyrgð að mæta, við sjáum um að þú vitir hvað þú eigir að gera en þú þarft sjálf að mæta. En þú ert samt alls ekki ein, það verður lokuð grúbba þar sem þið getið hvatt hvor aðra áfram og deilt sigrum og fengið góð ráð.