Fjarþjálfun GULL er fjarþjálfunarpakki fyrir þá einstaklinga sem þurfa sérsniðið prógramm.
Þú færð tvo mikilvægustu hlutina sem þú þarft til að ná árangri. Frábært plan og alla þá þekkingu sem þú þarft á einum stað og þjálfara sem styður við bakið á þér og hvetur þig áfram.
Í pakkanum færðu þrjá tíma með þjálfara í mælingu, viðtal og kennslu(þarft að borga þig inn eða eiga kort í Reebok Fitness) og planið er algjörlega sniðið að þínum þörfum!
Greiðsludreifing
Ef þú vilt greiða með greiðsludreifingu þarftu að kaupa vöruna og velja að greiða með greiðsludreifingu. Við að versla með greiðsludreifingu skuldbindur þú þig til að greiða allar greiðslurnar og ekki er hægt að hætta við kaup. Þú færð senda þrjá reikninga á einkabankann þinn í gegnum Inkasso, með greiðsludaga daginn sem þú kaupir og svo fyrsta hvers mánaðar næstu tvo mánuði á eftir. Eindagi er viku seinna og ef reikningurinn er ekki greiddur leggjast ofan á hann vextir og innheimtukostnaður samkvæmt gjaldskrá Inkasso.
Við greiðsludreifingu leggst 230 króna seðilgjald ofan á hverja greiðslu auk 1000 króna úrvinnslugjalds ofan á síðasta reikning. Heildar auka kostnaður við greiðsludreifingu er því 1.690 krónur.