Fyrir hverja er þetta prógramm?
Fyrir konur sem vilja styrkjast, bæta við sig vöðvamassa og missa fitu. Fyrir konur sem treysta sér ekki inn á líkamsræktarstöð eða vilja ekki eyða dýrmætum tíma frá börnunum til að fara í ræktina. Fyrir konur sem hafa ekki mikla reynslu af lyftingum og vilja byggja upp góðan grunn í styrktarþjálfun með æfingum sem fara vel með liði og líkama.
Hvað er innifalið?
- Styrktaræfingar 3-4x í viku – myndbönd af öllum æfingum
- Lokaður innri vefur með öllum æfingum.
- Fullt af mataræðisupplýsingum og þrír möguleikar í mataræði
Hvað er ekki innifalið?
- Sérhannað æfingaprógramm eða mataræði
- Æfingateygjur sem þarf í prógrammið(Búnaður kostar í kringum 5.000 krónur). Teygjurnar sem þarf má finna hér, hér og hér.
- Eftirfylgni eða breytingar á prógrammi
Hvernig skrái ég mig?
Ertu með fulla athygli? FLOTT!
Þú skráir þig einfaldlega með því að setja þessa vöru í körfuna og ganga frá greiðslu. Þegar við sjáum færsluna í heimabankanum virkjum við aðganginn þinn en hann virkjast um leið ef þú greiðir með kreditkorti. Þú getur þá ýtt á „Mín síða“ og prógrammið þitt birtist þar.
Algengar spurningar
Þarf ég að eiga kort í líkamsræktarstöð?
Neibb, þú notar bara eigin líkamsþynd og teygjur sem kosta undir 5000 kallinum
Ég á einhverjar æfingateygjur heima hjá mér. Get ég notað þær?
Já algjörlega, þú þarft engar sérstakar æfingateygjur frá sérstökum framleiðanda, en það er gott að hafa tvær stórar í mismunandi styrkleika og svo 1-2 mini teygjur(litlar hringlaga). Þessar teygjur er hægt að kaupa víða, til dæmis í GÁP eða í Sportvorur.is
Hversu oft í viku þarf ég að æfa?
Æskilegt er að gera amk 3 styrktaræfingar í viku.
Hversu langan tíma taka æfingarnar?
Með upphitun ætti æfingin aldrei að vera lengri en klukkutími
En ef ég vil brenna fitu og bæta þol?
Það er hugsað fyrir öllu, það verða þolæfingar og „brennsla“ inní planinu!
Hefur þú einhverjar fleiri spurningar?
Þá skaltu ekki hika við að senda línu á skuli@styrktarklubburinn.is