STYRKTARÞJÁLFUN 101 er fyrir þær konur sem langar að læra að lyfta rétt og spara sér þannig mörg ár af vitlausri líkamsbeitingu og prógrömmum sem eru illa hönnuð. Þú lærir allt sem þú þarft að læra til að fá sjálfstraust í ræktinni auk þess sem þú lærir að beita þér rétt í þessum stóru æfingum.
Byrjendur þurfa oft mikið og gott aðhald og það er grunnstoðin í þessu prógrammi. Þú færð aðgang að þjálfara í gegnum snilldar app þar sem þú horfir á myndbönd af æfingunum og getur sent þjálfaranum skilaboð hvenær sem er. Hann gefur þér klapp á bakið þegar vel gengur og tékkar reglulega á þér ef hann sér að þú ert ekki að mæta.
Þannig færðu tvo mikilvægustu hlutina sem þú þarft til að ná árangri. Frábært plan og alla þá þekkingu sem þú þarft á einum stað og þjálfara sem styður við bakið á þér og hvetur þig áfram.
Í bronspakkanum eru ekki gerðar breytingar á prógramminu en ef þú vilt hafa möguleikann á því skaltu endilega skrá þig í SILFURPAKKANN!
Greiðsluferlið
Við greiðslu með kreditkorti færðu beint aðgang að innri vefnum undir “Mín síða” hérna ofar á síðunni.
Við greiðslu með millifærslu getur tekið 1-2 daga að virkja aðganginn þinn. Ef einhver annar millifærir fyrir þig er nauðsynlegt að senda nafn og email á þeim sem skráði sig.
Við greiðsludreifingu virkjast aðgangurinn strax. Það sem þú þarft að gera er að kaupa vöruna og velja að greiða með greiðsludreifingu. Við að versla með greiðsludreifingu skuldbindur þú þig til að greiða allar greiðslurnar og ekki er hægt að hætta við kaup. Þú færð senda þrjá reikninga á einkabankann þinn í gegnum Inkasso, með greiðsludaga daginn sem þú kaupir og svo fyrsta hvers mánaðar næstu tvo mánuði á eftir. Eindagi er viku seinna og ef reikningurinn er ekki greiddur leggjast ofan á hann vextir og innheimtukostnaður samkvæmt gjaldskrá Inkasso.
Við greiðsludreifingu leggst 230 króna seðilgjald ofan á hverja greiðslu auk 1000 króna úrvinnslugjalds ofan á síðasta reikning. Heildar auka kostnaður við greiðsludreifingu er því 1.690 krónur.
Skráningarferlið
Eftir að þú hefur skráð þig og greiðslan er gengin í gegn færðu aðgang að innri vefnum. Þjálfari mun senda þér email með öllum helstu upplýsingum en þú færð fljótlega sendan link til að hala niður appinu. Prógrammið birtist svo í appinu fyrsta mánudaginn eftir að þú skráir þig í þjálfunina(gæti liðið rúm vika ef þú skráir þig um helgi).
Þú munt hafa aðgang að appinu og prógramminu þar inni í 13 vikur, eina viku til að prófa og koma þér af stað og svo er prógrammið sjálft 12 vikur. Þú munt samt alltaf hafa aðgang að prógramminu sjálfu, öllum myndböndum og fræðslu inni á innri vefnum.
Eftir að hafa lokið Styrktarþjálfun 101 ertu sko heldur betur tilbúin í að taka þátt í STERKAR STELPUR Á NETINU