Sigrastu á samanburðinum

“Af hverju get ég ekki litið meira út eins og þau?” 

Hvernig samanburðar complexar láta þig hata þinn eigin líkama 

Og 5 leiðir til þess að sigrast á því

Hefur þér einhvern tímann liðið eins og að líkaminn sem þig langar í sé alltaf utan seilingar? Eins og þú verðir aldrei nógu grönn, sterk eða nógu heilbrigð? Eða það sé alltaf einhver “betri” en þú? Hérna eru leiðir til þess að hætta að hata þinn eigin líkama, og frelsa þig frá gremjunni sem fylgir stöðugum samanburði.

+++

Karen missti 20 kíló á aðeins 11 mánuðum.

Og í smá tíma var hún ánægð með þennan árangur.

Þrátt fyrir að fjölskyldan og vinir hennar (og allir aðrir) sáu hana sem fitt einstakling varð hún fljótt ósátt. “Þrátt fyrir að ég var grennri en ég hafði nokkurn tímann verið, þá vildi ég núna fá six-pack magavöðva”. 

Þrátt fyrir allt eru raunverulega fitt einstaklingar alltaf með þvottabretti, ekki satt? 

Alveg sama hversu grönn eða sterk sem hún varð, eða hvaða markmiðum sem hún náði, það var alltaf einhver “betri” til þess að bera sig saman við. 

Í staðinn fyrir að vera þakklát fyrir sinn eigin árangur hélt hún áfram að vilja meira. 

Kannastu við þetta? 

Verandi þjálfari hittir maður óteljandi einstaklinga með sömu sögu og Karen. Bæði menn og konur. 

Óháð því hvar þú ert á þínu heilsu og líkamsræktar ferðalagi er mjög algengt að líða eins og:

  • Að þú náir aldrei alveg á þann stað sem þú vilt vera á
  • Allir aðrir séu að standa sig betur en þú 
  • Að jafnvel þitt besta framlag sé aldrei nógu gott 

Við köllum þetta samanburðarleikinn. 

Og ef þú ert föst í honum þá veistu að hann sýgur úr manni lífsánægjuna. 

En þú þarft ekki að halda áfram að spila leikinn. 

Í þessari grein munum við útskýra af hverju þú ert stanslaust að bera þig saman við aðra – og afhverju þér líður alltaf eins og þú náir ekki að halda í við aðra 

(Spoiler alert: Þetta er fullkomlega eðlilegt, samkvæmt vísindunum amk).

En það sem skiptir meira máli er að við munum gefa þér fimm aðferðir sem hjálpa þér að sigrast á þessari samanburði fyrir fullt og allt. 

++

Leyndarmálið um samanburðinn: Það eru allir að þessu. 

Það er í eðli mannsins að bera okkur saman við aðra. 

Árið 1950 var bjó sálfræðingurinn Dr. Leon Festinger til félagslegu samanburðarkenninguna (e.Social comparision-theory). 

Hugmyndin byggir á því að til þess að mæla “velgengnina” okkar á allskonar þáttum í lífinu – starfsferill, gáfur, útlit – horfum við á hvort annað til viðmiðunar. 

En við horfum ekki á hvern sem er. 

Við berum okkur saman við viðeigandi jafningjahóp. Þessi hópur samanstendur af fólki sem við teljum að sé á sama stigi og við í þessu tiltekna atriði. 

Til dæmis, ef þú ert að spila fótbolta í meistaraflokki á Íslandi ertu líkleg/ur til þess að bera þig saman við annað fótboltafólk í sömu deild, frekar en fótboltafólk í Ensku deildinni. 

Ef þú ferð stundum í ræktina ertu ólíklegtil þess að bera þig saman við Annie Mist. 

Þetta kemur þér örugglega ekki á óvart en vinir þínir, fjölskylda, nágrannar, samstarfsmenn eða samnemendur eru líklegastir til þess að falla í þennan samanburðarflokk hjá þér. 

En þú getur líka orðið fyrir áhrifum frá fólki sem þú hefur enga beina tengingu við, eins og kvikmyndastjörnum, CrossFit sigurvegurum eða Instagrömmurum. 

Frægt fólk getur orðið hluti af samanburðarflokknum okkar vegna þess að okkur líður eins og við þekkjum þau. 

Hugsaðu bara um það hvernig þú getur “binge-að” heilu Netflix þáttaseríurnar og orðið tengd við ákveðnar persónur. Þetta virkar á svipaðan hátt: Ef þú eyðir tíma í að horfa á eða lesa um frægt fólk getur okkur farið að líða eins og þau séu hluti af okkar samanburðarhóp, þrátt fyrir að hafa kannski aldrei hitt viðkomandi í eigin persónu. 

Óháð því hvern við teljum vera okkar jafningja eigum við það til að líða vel með okkur sjálf þegar við teljum okkur vera í efsta þriðjungnum á þeim hóp. 

Hvert er þá vandamálið? Um leið og við teljum okkur vera “betri” en tveir þriðju af þessum jafningjahóp okkar skiptum við um hóp. Og keðjan heldur áfram. 

Þetta var það sem gerðist fyrir Karen þegar kom að líkamlegum samanburði. 

Í byrjun vildi hún ekki fá six-pack magavöðva. Um leið og hún fór að sjá sjálfa sig sem “fitt einstakling” fór henni að finnast hún frekar tilheyra með nýjum hóp sem voru grennri, í betra formi og sterkari en hún sjálf. 

Og það kemur kannski ekki á óvart en allir í þessum nýja hóp virtust vera með six-pack magavöðva. 

En ef samanburður er í eðli mannsins, hvernig getur okkur liðið vel með okkur sjálf og líkamann okkar? 

Þessi fimm ráð geta hjálpað, sama hvar þú ert stödd akkurat núna. Og jú, þessi ráð gætu krafist þess að þú notist við nýjar leiðir og þurfir að taka erfiðar ákvarðanir. 

Ertu ekki þess virði að láta á reyna? 

5 leiðir til þess að hætta að bera þig saman við aðra. 

Ráðlegging #1: Einbeittu þér að hegðuninni, ekki útkomunni. 

Kannski viltu vera í fatastærð 6. Ná 100 kg í bekkpressu. Hlaupa kílómeterinn á 4 mínútum. 

Þessi markmið virðast oft þýðingarmikil. Kannski af því að þau virka sem mælanleg markmið til að bera okkur saman við aðra. Og þú þarft ekki að velta því fyrir þér hvernig eigi nota þetta til samanburðar, tölurnar segja þér allt. 

Fyrir suma eru þessi markmið viðráðanleg. En fyrir aðra geta þessi markmið valdið algjöru niðurrifi. 

Þegar öllu er á botninn hvolft getum við ekki ráðið því hvernig líkaminn okkar bregst við næringu eða æfingarprógrammi. Með því að setja okkur markmið sem krefjast ákveðinnar útkomu getur það sem tekst ekki 100% hjá manni látið manni líða eins og allt hafi mistekist. 

Sérstaklega þegar við sjáum aðra ná árangri. 

Okkar lausn: Að í staðinn fyrir að einblína á útkomumarkmiðið, einbeittu þér að standa við daglegu litlu markmiðin sem hjálpa þér að missa fitu eða verða sterkari eða hlaupa hraðar. Þessi markmið kallast hegðunarmarkmið og geta verið til dæmis: 

  • Borða prótein í hverri máltíð 
  • Borða fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á hverjum degi
  • Hreyfa sig í 30 mínútur þrisvar sinnum í viku

Þessi litlu atriði geta fært einbeitinguna þína frá þessum samanburði og veitt þér fleiri tækifæri til þess að fagna því hefur tekist vel hjá þér – í staðinn fyrir að hugsa um allt sem þér hefur ekki tekist. 

Ráðlegging #2: Settu hlutina í samhengi (á hverjum einasta degi) 

Það er auðvelt að fá þráhyggju yfir því sem okkur líkar ekki við líkamann okkar. 

  • Appelsínuhúð aftan á lærunum
  • Hvernig maginn á okkur lítur út þegar við erum ekki að spenna
  • Líkamspartar sem eru ekki nógu grannir eða eru of slappir

Alveg sama hver þú ert eða hvernig þú ert geturðu pottþétt nefnt að minnsta kosti tvo hluti við eigin líkama sem þú ert ekki sátt við. Og of oft taka þessar hugsanir mikið rými hjá okkur. 

En með því að minna okkur á hvað það er sem skiptir máli í lífinu getum við dregið úr neikvæðu tilfinningunum sem fylgja því að hugsa neikvætt um sjálfa sig. 

Hvernig? Með því að halda dagbók. 

Ekki hugsa um þetta sem enn einn hlutinn á to-do listanum þínum. Hugsaðu þetta frekar sem auðvelda leið til þess að fá þinn daglega skammt af jákvæðu sjónarhorni. 

Skrifaðu niður á hverjum degi: 

  • Þrjá hluti sem þú ert þakklát fyrir
  • Einn hlut sem þú ert spennt fyrir
  • Einn hlut sem þú ert stol af (frá þessum degi eða frá gærdeginum)

Að gera lista getur gefið þér jákvæðari sýn á það sem þú ert að gera vel. Með því að gera þetta reglulega geturðu breytt hugarfarinu þínu frá því að vera í stöðugum samanburði yfir í að vera þakklátari. Og sem bónus, þá geturðu horft til baka yfir eldri lista og séð hversu langt þú hefur náð. 

Ráðlegging #3: Fjarlægðu það sem triggerar samanburðinn hjá þér 

Hugsaðu um hegðun, virkni eða staði sem hjálpa þér að verða heilbrigðari. Er einhver hegðun, virkni eða staðir sem láta þér finnast þú ekki vera nóg? 

Þetta gæti verið uppáhalds matarbloggarinn þinn.. Af því að hún virðist hafa endalausa uppsprettu hugmynda af nýjum girnilegum og hollum uppskriftum. 

Og lífið þitt er einfaldlega ekki þannig. 

Eða þetta gæti verið: 

  • CrossFit tíminn þar sem þú átt erfitt með að halda í við alla hina
  • Mataræði sem lætur þig fá samviskubit af því að þú ert alltaf að svindla 
  • Keppni í vinnunni um hver grennist mest á ákveðnum tíma 

Þegar Guðrún kom í þjálfun til okkar og byrjaði að æfa, voru markmiðin hennar til dæmis að verða hraustari, auka heilbrigði og líða betur í eigin skinni. Hún varð grennri og sterkari mjög fljótt og svo hún skráði sig í keppni í vinkonuhópnum um hver næði að grennast mest á þremur mánuðum. Guðrún byrjaði auðvitað að æfa af kappi og fór að lifa eins og hardcore íþróttamaður. 

Fyrir Guðrúnu var keppnin trigger að samanburði. 

Þrátt fyrir að lifa eins og hardcore íþróttamaður var það aldrei hluti af upprunalega markmiðinu hennar. 

Prófaðu að spyrja sjálfa þig:

Er ákveðin staður, manneskja eða æfing sem lætur þér alltaf finnast þú “ekki nógu góð”? 

Ef þú getur sett þína “triggera” á samanburði í bið gætirðu búið til rými til þess að endumeta þína stöðu og ákveða hvað þú raunverulega vilt. 

Ráðlegging #4: Breyttu félagslega umhverfinu þínu

Taktu Marie Kondo á samfélagmiðlana þína. Taktu til. 

Prófaðu að skoða bæði vini þína og listann af fólki sem þú “follow-ar” á samfélagsmiðlum. Hreinsaðu til eins og þú getur. Hugsaðu um alla einstaklinga sem færa þér gleði í lífinu. Og ef sá sem þú “follow-ar” færir þér ekki gleði, smelltu á “unfriend” eða “unfollow” takkann. 

Þetta geta verið vinir þínir sem pósta mikið af myndum af sér fáklæddum í fullkomnu formi, samfélagsmiðla stjörnur sem eiga fullkomið heimili, fullkomin börn, eru fullkomin í útliti eða virðast bara gera skemmtilega og spennandi hluti í lífinu.  

Byrjaðu að fylgjast með fólki sem veitir þér innblástur, fræðir þig, eða bara fær þig til þess að hlægja. 

Þetta getur verið fólk sem þú þekkir, frægt fólk og samfélagsmiðla stjörnur sem láta þér líða vel. Markmiðið er að þú byggir upp samanburðarhóp sem ýta undir jákvæðar tilfinningar bæði gagnvart sjálfri þér og gagnvart líkamanum þínum. 

Þegar fólk hefur gert þetta verkefni talar það gjarnan um að samfélagsmiðlar séu í fyrsta skipti að veita þeim gleði. Eitthvað sem hjálpar þeim að þroskast, í staðin fyrir að koma í veg fyrir það. 

Ráðlegging #5: Leitaðu að merkingarbærum tengslum 

Í byrjun þessa árs skrifaði Gunna póst á samfélagsmiðla þar sem hún opnaði sig um að hún vigtaði sig á hverjum degi. 

Þetta er ekki ávani sem lætur henni líða vel eða að hún hafi stjórn. Í staðinn er vigtin að stjórna henni, þökk sé þörfinni hjá henni til þess að standast samanburð við aðra. 

Það að tala opinskátt og viðurkenna að hún sé háð vigtinni var valdeflandi fyrir Karen. 

Það sem hafði mest áhrif var allur stuðningurinn sem hún fékk frá þeim sem gátu tengt við frásögn hennar. 

Svörin og viðbrögðin sem hún fékk hjálpaði henni að skilja að hún er ekki ein sem finnur fyrir pressunni að reyna alltaf meira og meira og meira. Og pósturinn hennar hjálpaði pottþétt öllum hinum líka. 

Það að deila erfiðleikunum og sögunni sinni með öðrum getur verið góð leið til þess að byggja upp góð og sterk tengsl við aðra og til þess að fá stuðning. Það getur líka verið mun meira gefandi en að skrolla í gegnum #fitspo á instagram. Þetta á bæði við um samfélagsmiðla og í lífinu almennt. 

Deildu póstinum eða myndinni sem sýnir hver þú raunverulega ert. Fáðu þér kaffibolla með vini sem hefur góð áhrif á þig. Opnaðu þig við þjálfarann þinn eða einhvern nákomin. Vertu varnalaus. 

Raunverulegar samræður vinna samanburðinn. Alltaf. 

Það mun alltaf vera einhver grennri, heilbrigðari og sterkari en þú. 

Og við vitum þetta öll. 

En í staðinn fyrir að einblína á það sem tekur í burtu ánægjuna þína, byggðu upp þitt eigið stuðningsnet. Finndu þér fyrirmyndir, og umkringdu þig fólki sem byggir þig upp. 

Veittu þeim athygli sem elska þig fyrir það hver þú ert.. Og þá sem hjálpa þér að elska þig sjálfa. 

Ef þú fylgist vel með gætirðu loksins farið að sjá sjálf/ur hvað þetta fólk sér í þér. 

Og það er þá sem þú hefur raunverulega unnið samanburðarleikinn. 

Upprunaleg grein

https://www.precisionnutrition.com/stop-comparing-yourself-to-others-physically

Skildu eftir svar