Author Archives: Skúli Pálmason

Nýttu tímann í ræktinni

Hvernig nýtist tíminn í ræktinni sem best? 🤔⌚️💪 Ég veit að allar sem heimsækja þessa síðu hafa áhuga á að verða betri útgáfa af sjálfri sér, lyfta lóðum, verða sterkari, heilbrigðari og líða betur. Ég er líka nokkuð viss um að flestar ykkar hafi takmarkaðan tíma og áhuga á því að eyða meiri tíma en þær […]

Hvernig kemst ég dýpra í hnébeygjunni?

Sem samfélag erum við hætt að hreyfa okkur eins og við gerðum og sitjum meira og minna allan daginn. Við þetta missum við ekki einungis liðleika og líkamsvitund því líkur á lífsstílssjúkdómum stórhækka við kyrrsetuna. Að vinna sem einkaþjálfari með sjúkraþjálfaramenntun á bakinu og fylgjast með fólki gera hnébeygjur í ræktinni hræðir mig, fæstir hafa […]

Getur þú kælt af þér fituna?

Kuldi sem tól til að brenna fitu Er það mögulegt að nota kulda til þess að auka fitubrennslu? Já, það hefur verið sýnt fram á það að kuldi er mjög gagnlegur þegar kemur að því að brenna fitu ásamt mörgum öðrum jákvæðum kostum sem ég mun greina frá hér á eftir. En byrjum á að […]

Gerðu þetta ef þú æfir á morgnana

Ef þú ert ein af þeim ofurmanneskjum sem rífur sig upp eldsnemma á morgnanna þegar restin af þjóðinni slefar ennþá á koddann sinn ertu hetja. Algjör hetja! Mörgum þykir frábært að byrja daginn á því að hreyfa sig og klára það fyrir daginn. Aðrir hafa engan annan tíma vegna vinnu og fjölskyldu. Sama hver ástæðan […]

Gerðu þetta áður en þú ferð í hnébeygjuna!

Eins og staðan er í dag sitjum við allt of mikið á rassinum yfir daginn og er öll aftari keðjan á líkamanum frekar veik. Alveg frá efra baki niður rassinn og aftanverð læri. Eitt besta tip til að virkja aftari keðjuna lærði ég upprunalega frá John Meadows en nú eru margir snillingar farnir að nota […]

Hvað einkennir góðan einkaþjálfara?

Að vera einkaþjálfari er ekki lögverndað starfsheiti. Það þýðir að hver sem er getur kallað sig einkaþjálfara og farið að taka við fólki í þjálfun. Því eru einkaþjálfarar á Íslandi eins misjafnir eins og þeir eru margir. Mér þykir mjög vænt um starfið mitt og reyni að gera mitt besta til að vinna góða vinnu […]

Ekki gera þessi mistök í jólaprófunum

Nú fer að ganga í garð erfiðasti tími ársins hjá fjölda framhalds,- og háskólanema; prófatímabilið! Tími svefnleysis, hreyfingarleysis, stresskasta, hamborgara, ofneyslu á koffíni og sykri. Já, það er ekkert grín að vera í skóla. En hvað ef ég segði þér að þú gætir náð BETRI árangri í jólaprófunum með því að sofa meira, hreyfa þig […]

Taktu plankann yfir á næsta level með RKC planka

Það er nú ekki mörg ár síðan plankinn varð ein allra vinsælasta kviðæfingin og tók við af kviðkreppum og uppsetum. Það er ekkert nema jákvætt enda plankinn góð æfing. En hún er eiginlega of létt eins og flestir gera hana. Eftir ákveðinn tíma fer maður að sjá mjóbaksfettuna aukast, hálsinn fer í fokk og einstaklingurinn er […]

Kassahopp – frábært tól notað á heimskulegan hátt

Kassahopp eru einhver allra besta leið til að auka sprengi- og stökkkraft en vandamálið er að æfingin er sjaldan gerð á þann hátt að hún sé að virka sem sprengikraftsæfing. Hvað er svosem flókið við þetta? Þú stillir upp kassa og hoppar upp á hann. Rólegur, þetta er aðeins flóknara en það. Það er kannski […]